Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 880  —  576. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um kínverska rannsóknamiðstöð.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa fulltrúar erlendra ríkja komið á framfæri áhyggjum við íslensk stjórnvöld vegna starfsemi rannsóknamiðstöðvar sem Heimskautastofnun Kína (PRIC) rekur á Kárhóli?

    Utanríkisráðuneyti upplýsir almennt ekki um efni samráðs við einstök samstarfsríki, né heldur um trúnaðarsamskipti innan fjölþjóðabandalaga sem Ísland á aðild að. Sérstök ákvæði upplýsingalaga fjalla um meðferð slíkra upplýsinga og heimildir til að binda þær trúnaði.
    Á vettvangi utanríkismálanefndar Alþingis fer fram reglulegt trúnaðarsamráð, m.a. um málefni sem varða samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir í tengslum við öryggis- og varnarmál og önnur málefni sem varða mikilvæga hagsmuni í milliríkjasamskiptum.

    Alls fór hálf vinnustund í að taka svarið saman.